Um Sólarfilmu
Sólarfilma er útgáfufyrirtæki og heildsala með póstkort og minjagripi. Fyrirtækið var stofnað árið 1961 af Snorra Snorrasyni og Birgi Þórhallssyni og tók Þórhallur Birgisson (sonur Birgis) við rekstri til ársins 2022 en þá er lagerhald og búnaður seldur til Pennans ehf.
Penninn - Sólarfilma vinnur með íslenskum hönnuðum að gerð minjagripa, sem margir eiga rætur að rekja til sögu okkar og menningararfs. Íslensku jólasveinarnir hannaðir af Brian Pilkington eru gott dæmi um afrakstur af slíku samstarfi. Brian hefur um árabil verið aðal hönnuður Sólarfilmu, en einnig má nefna Björk Bjarkadóttur sem hannað hefur marga vinsæla hluti fyrir fyrirtækið á undanförnum árum, t.a.m. boli, lyklahringi og ýmsar glervörur.
Penninn - Sólarfilma gefur út um 500 póstkort, í tveimur stærðum. Gefin hafa verið út kort frá flestum svæðum landsins. Í útgáfunni er mikið úrval af eldgosamyndum, fugla- og dýramyndum, ásamt myndum frá öllum vinsælustu ferðamannastöðum landsins.
Af vinsælum minjagripum má nefna segla, lyklakippur, boli, glervörur, límmiða og ásaumsmiða, auk fjölda annarrra vöruflokka. Alls eru vörutegundirnar um 800 talsins.
Afgreiðslutími lagers
Pennninn-Sólarfilma er til húsa Kliftröð 2 Ásbrú, 262 Reykjanesbæ.
Opnunartími mán - fim. er 8:00 - 16:00
Opnunartími föstudaga er 08:00 - 15:00
Kennitala 5601090670 - VSK nr. 100269
Símanúmer: 540-2050