Afgreiðslutími:

Pantanir eru almennt afgreiddar á einum virkum degi eftir að þær berast. Ef ekki reynist unnt að afgreiða pöntun innan þriggja daga verður látið vita af því.

Greiðslur:

Hægt að greiða með Visa, Mastercard og American Express kreditkortum í vefversluninni. Korta ehf. sér um móttöku og skuldfærslu kreditkortsins.

Leit:

Hægt er að leita eftir vöruflokkum eða lýsingu á hlut. Sé slegið inn leitarorðið “lyklakippa” koma allar lyklakippur, en ef slegið er inn t.d. “Ægishjálmur“ koma allir hlutir þar sem þessi galdrastafur kemur við sögu.

Innskráning:

Hægt er að skrá sig inn sem viðskiptavin Sólarfilmu. Ef þú ert skráður viðskiptavinur geturðu séð eldri pantanir, geymt heimilisföng o.fl. Einnig er hægt að senda vini ábendingu um áhugaverða vöru, beint úr búðinni.

Óskalistinn:

Skráðir viðskiptavinur geta búið til óskalista þar sem hægt er að safna saman áhugaverðum hlutum sem síðan er á einfaldan hátt hægt að breyta í pöntun síður.

Sendingarkostnaður:

Póstburðargjöld er reiknuð samkvæmt verðskrá póstsins, en gjaldið er það sama hvert sem varan er send innanlands. Vörur pantaðar í þessari verslun er eingöngu hægt að senda innanlands.

Skilaréttur:

Ef vara reynist gölluð eða ekki í réttri stærð er hægt að skila henni og er þá miðað við að það sé gert innan 10 daga frá því að hún var keypt.

Vörulistinn:

Vörulistandum er skipt í helstu vöruflokka, eins og minjagripi, póstkort og fatnað. Í “Þema” á aðalvalstiku, er hægt að skoða vörur eftir viðfangsefni. Þar hafa verið flokkaðar saman allar hestavörur, vörur tengdar víkingum, galdrastöfum o.fl.